Ljósmyndapakki
Stór ljósmyndapakki sem er hægt að setja inn á spjaldtölvu til að skoða og spjalla um með börnunum.
Í pakkanum eru um 650 ljósmyndir í góðum gæðum sem hægt er að setja inn á spjaldtölvu (eða prenta út) og skoða með ungbörnum. Til stuðnings notaði ég orðaforðalista sem inniheldur hugtök sem æskilegt er að börn á leikskólaaldri hafi á valdi sínu (Elsa Pálsdóttir, 2017) og bætti ég við fleiri hugtökum. Myndirnar eru m.a. af dýrum, fólki sem sýnir fjölbreytt svipbrigði, fólk að sinna daglegar athafnir og ýmsu öðru sem flest ungbörn ættu að kannast við úr eigin umhverfi.
Góð þumalputtaregla er að staldra við hverja mynd í að minnsta kosti hálfa mínútu og nota tímann til að spjalla um það sem sést á myndinni, herma eftir dýra- eða farartækjahljóðum, lýsa lit, lögun stærð eða fjölda, leika svipbrigði og tilfinningar og benda á það er verið að tala um. Hafið í huga að stoppa inn á milli til að gefa börnunum tíma til að bregðast við og ef börnin bregðast við er mikilvægt að nota viðbrögðin til að leiða umræðuna áfram.
Samhliða umræðunni er tilvalið að nota tákn með tali!
Ég mæli einnig með að taka myndir af því sem börnin sjá í umhverfi leikskólans og bæta þeim við í pakkann. Myndir af t.d. hvíldar- og skiptiaðstöðunni, borð og stóla, leiksvæði, leikefni, útileiktæki, bílastæðið fyrir utan leikskólann og að sjálfsögðu myndir af börnunum og kennurunum.
Einnig getur verið skemmtilegt að bjóða foreldrum að senda myndir af fjölskyldumeðlimum (og gæludýrum) barnanna.





















Dæmi um umræðupunkta og lykilorð með TMT
-
Hér er kona og strákur. *benda á*
-
Hvað eru þau að gera? *bíða eftir svari*
-
Já þau eru að versla í matinn.
-
Strákurinn situr í búðakerrunni. *benda á*
-
Þau eru að skoða grænmeti.
-
Strákurinn heldur á gulri og rauðri papriku.
*benda á* -
Kannski er konan mamma stráksins?
-
Hvar er mamma ykkar, er hún að vinna?
*bíða eftir svari*
-
Konan er með brúnt hár. *benda á*
-
Strákurinn er með ljóst hár. *benda á*
-
Ég er með - - - hár. *benda á eigið hár*
-
Hvar er hárið þitt/ykkar? *bíða eftir svari*
-
Hvernig er hárið þitt/ykkar á litinn?
-
Farið þið stundum í búðina? *bíða eftir svari*

Sitja

Gulur

Rauður

Mamma

Hár

-
Hér eru tveir apar. *benda á og telja*
-
Þessi er stór og þessi er lítill *benda*
-
Litli apinn situr ofan á bakinu á stóra apanum
-
Kannski er stóri apinn mamma eða pabbi?
-
Hvert ætli þeir séu að fara?
-
*bíða eftir svari*
-
Ætli þeir séu að fara klifra upp í tré?
-
Ef myndin bíður upp á það að þá mæli ég með að tengja umræðuna við það sem er verið að vinna með hverju sinni, t.d. ef lagið fimm litlir apar er sungið reglulega væri hægt að spyrja:
-
Eru aparnir nokkuð að fara stríða krókódílnum?
-
Hvað gerir krókódíllinn þá?
-
-
Ef lagið Það var einu sinni api er sungið reglulega:
-
Ætli aparnir séu að leita að banana?
-
-
Ef bókin Kannski er lesin reglulega væri hægt að spyrja:
-
Eru aparnir að leita sér að mangó?
-
Eru tígrisdýr nálægt?
-

Api

Stór

Lítill

Sitja

Mamma

Pabbi

Klifra

Tré

Stríða

Krókódíll
