top of page

Spjallkassi

Skemmtileg aðferð til að skapa umræður og örva skyn- og fínhreyfiþroska barnanna. 

Spjallkassann er hægt að nota í leik eða í samverustund. Helst ættu ekki að vera fleiri en fimm börn í einu svo allir geti setið nálægt kassanum.​

Í kassanum eru allskonar hlutir sem ég dreg fyrst sjálf upp úr kassanum og lýsi honum áður en ég býð börnunum að rannsaka hlutinn nánar.

​Dæmi: „þetta er bleikur tannbursti með bláum hárum *benda á hárin*, við notum tannbursta til að bursta tennurnar, svona *líkja eftir hreyfingunni*“

​Þegar börnin hafa fengið að kynnast kassanum og læra að þeim er óhætt að stinga hendinni ofan í, býð ég þeim að skiptast á að draga sjálf hlut úr kassanum til að rannsaka.  

Tilgangurinn með kassanum er að styðja við máltöku barnanna með því að lýsa hlutunum og spjalla um þá. Hægt er að lýsa lögun, lit, áferð eða tala um hvað hluturinn er notaður í.

Kassinn býður einnig upp á skemmtilegan leik til að örva snertiskyn og sjónskyn með því að gægjast í gegnum gatið og að þjálfa fínhreyfiþroska með því að draga hluti upp úr.

20250318_124124.jpg

Ég málaði kassa utan um collab dósir og klippti endann af gömlum sokkabuxum til að láta yfir. Þannig sjá börnin ekki hvað er í kassanum sem ýtir undir forvitni þeirra til að kanna hvað leynist í honum.​

Þau geta gægst inn um gatið til að reyna sjá eða stungið hendinni ofan í til að draga hlut upp úr. Í kassann er hægt að setja ýmsa hluti sem finnast inni á deildinni eins og kubb, dótabíl, trélit eða önnur leikföng. Einnig er sniðugt að setja ýmsa hluti sem börn kannast við en hafa kannski ekki frjálsan aðgang að inni á deildinni eins og t.d. tannbursta, snuð o.þ.h.​

Það er mjög skemmtilegt að setja líka allskonar hluti sem börnin kannast ekki endilega við og sérstaklega hluti sem hafa ólíka eða skrítna áferð. T.d. köngul, stein, sárabindi, bómul, naglaþjöl, silki efnisbút, lopi, fatarúlla o.þ.h. 

Ég er með annan kassa inni í skáp sem ég nota til að skipta hlutunum út. Þegar nýjir hlutir birtast vekur það upp undrun hjá börnunum og þannig helst kassinn spennandi í lengri tíma

20250318_123823.jpg
20250428_160044.jpg
20250318_123748.jpg

© 2025 Ellen Ásta van Beek 

bottom of page