top of page

Söngpoki

Skemmtileg hugmynd til að brjóta upp á samveru- eða söngstundirnar sem allir leikskólar ættu að geta gert sýna eigin útfærslu af. 

Þegar ég kynni barnahópnum fyrst fyrir söngpokanum (eða bambaló pokanum eins og ég kalla hann) dreg ég einn hlut úr pokanum í einu og syng lagið sem hluturinn á að standa fyrir. ​​​​

Þegar börnin eru farin að skilja hugmyndina á bakvið söngpokann, býð ég þeim að skiptast á að draga hlut úr pokanum. Einnig er hægt að bjóða börnunum að velja úr nokkra hluti með því að stilla þeim upp. Þannig geta þau tekið meðvitaða ákvörðun um hvaða lag þau vilja syngja í staðinn fyrir að það sé handahófskennt eða að þau þurfi að reiða á aðeins snertiskynið til að velja. ​

Það er svo dásamlegt að sjá þegar börnin eru farin að þreifa eftir ákveðnum hlut til að heyra tiltekið lag sungið. Einu sinni var ég með 18 mánaða dreng sem leitaði markvisst að apanum og smellti í gómnum meðan hann dró apann upp úr pokanum sem gaf til kynna að hann vissi hvaða lag tilheyrði apanum. 

Klúturinn = Gúgg í bú 

Brunabíllinn = Babú babú

Litli taukarlinn = Fingravísan

Froskurinn = Ding dong 

Dúkkan = Dúkkan hennar Dóru

Svarti fuglinn = Krummi krunkar úti 

Tröllið = Hátt uppi í fjöllunum 

Apinn = Það var einu sinni api 

Köngulóin = Kalli litli könguló

Gúmmí öndin = Litlu andarungarnir

Krókódíllinn = Það er krókódíll í lyftunni minni

20250318_121252_edited.png

© 2025 Ellen Ásta van Beek 

bottom of page